Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
14

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fékk endurnýjun Fyrirmyndarfélags ÍSÍ

11.12.2023

 

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 8. desember síðastliðinn á Sigló Hótel á Siglufirði.  Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Jóni Garðari Steingrímssyni formanni félagsins viðurkenninguna að viðstöddum fjölmörgum stjórnarmönnum félagsins.  Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þór Ingvason, Anna Lind Björnsdóttir, Jón Garðar Steingrímsson, Viðar Sigurjónsson, Sandra Finnsdóttir og Anna María Björnsdóttir.

„Það að vera félag í vexti með tilliti til iðkenda og umfangs, þýðir aukið flækjustig og fjölbreyttari áskoranir.  Það að vera Fyrirmyndarfélag með þeim kröfum sem slíkum félögum eru settar hefur það í för með sér að við getum mætt þessum kröfum á kerfisbundinn, faglegan og samræmdan hátt.  Þannig jöfnum við rétt og þjónustu við okkar félaga óháð bakgrunni þeirra“, sagði Jón Garðar formaður félagsins af þessu tilefni.

 

Myndir/Viðar Sigurjónsson

Myndir með frétt